Fótbolti

Misstu niður 3-1 forystu og töpuðu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ólafur Ingi Skúlason.
Ólafur Ingi Skúlason. Mynd/Nordic Photos/Getty
Ólafur Ingi Skúlason og félagar í Zulte-Waregem urðu að sætta sig við 3-4 tap á heimavelli á móti Standard Liège í úrslitakeppni belgíska fótboltans í kvöld. Zulte-Waregem komst í 3-1 og hefði komist á toppinn með sigri.

Ólafur Ingi Skúlason kom inn á sem varamaður á 66. mínútu þegar Standard Liège var búið að jafna metin í 3-3.

Zulte-Waregem komst í 1-0, 2-1 og 3-1 í leiknum en Bruno Godeau skoraði þriðja mark liðsins þegar 54 mínútur voru liðnar. Mbaye Leye skoraði fyrsta markið og annað markið var sjálfsmark.

Standard Liège skoraði þrjú mörk á síðasta hálftímanum og tryggði sér flottan sigur. Imoh Ezekiel. skoraði sigurmarkið á 79. mínútu en hin mörk liðsins skoruðu þeir William Vainqueur, Paul-Jose M'Poku og Kanu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×