Meðfylgjandi myndir tók Sigurjón Ragnar ljósmyndari í gærkvöldi þegar glæný verslun JÖR by GUÐMUNDUR JÖRUNDSSON var formlega opnuð að Laugavegi 89. Húsfyllir var í opnuninni og gestum boðið upp á svalandi Campari drykki.
Verslunin var hönnuð af leikmyndahönnuðinum Axeli Hallkeli Jóhannessyni sem er betur þekktur sem Langi Seli.
Smelltu á efstu mynd í grein til að fletta albúminu sem inniheldur yfir 100 myndir.
Vel klæddir herramenn buðu gestum upp á Campari drykki.
Hér tekur Guðmundur við portrait-mynd sem vissulega hefur vakið verðskuldaða athygli. Það var ljósmyndarinn sjálfur, Baldur Kristjánsson, sem afhenti Guðmundi myndina.