Fótbolti

Aron með sitt fyrsta mark fyrir AZ í sigri á Utrecht

Stefán Árni Pálsson skrifar
AZ Alkmaar vann frábæran sigur á Utrecht, 6-0, í hollensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag en leikurinn fór fram á heimavelli AZ.

Jozy Altidore gerði þrjú mörk fyrir heimamenn í leiknum. Íslendingurinn Aron Jóhannsson kom inná völlinn á 64. mínútu af varamannabekknum og skoraði síðan sitt fyrsta mark fyrir félagið á 90. mínútu eftir stoðsendingu frá Jóhanni Berg Guðmundssyni.

Aron gerði síðasta mark leiksins og það sjötta. Niðurstaðan því 6-0 sigur AZ.

AZ er í 13. Sæti deildarinnar með 33 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×