Fótbolti

Þóra og Sara byrja vel

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Sara í leik með íslenska landsliðinu.
Sara í leik með íslenska landsliðinu.
Malmö hafði í kvöld betur gegn Jitex, 1-0, í fyrstu umferð sænsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu.

Þóra B. Helgadóttir lék allan leikinn í marki Malmö, sem og Sara Björk Gunnarsdóttir sem var á miðjunni.

Fyrstu umferðinni er ekki lokið en einn annar leikur var á dagskrá í kvöld. Tyresö vann Umeå. 1-0, þar sem hin brasilíska Marta skoraði gegn sínum gömlu félögum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×