Fótbolti

Hermanni mikið fagnað í Portsmouth

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Hermann skoðar leikskrána fyrir leikinn í kvöld.
Hermann skoðar leikskrána fyrir leikinn í kvöld. Mynd/Twitter
Portsmouth hafði betur gegn ÍBV, 2-1, í góðgerðarleik liðanna í Englandi í kvöld.

Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV, er fyrrum leikmaður Portsmouth og spilaði með báðum liðum í kvöld. Hann kom fyrst inn á sem varamaður í liði ÍBV, skipti svo um treyju og lék síðustu mínúturnar sem leikmaður Portsmouth.

Honum var gríðarlega vel fagnað af áhorfendum í kvöld og var að honum loknum valinn maður leiksins.

David James var á bekknum hjá ÍBV í dag og náði því ekki að spila sinn fyrsta leik með Eyjamönnum síðan hann gekk til liðs við félagið á dögunum.

6780 áhorfendur mættu á völlinn í kvöld en allur ágóði af leiknum rann til félagsins sem hefur átt í miklum fjárhagsvandræðum.

Portsmouth komst í 2-0 í kvöld en Kjartan Guðjónsson skoraði mark ÍBV undir lokin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×