Fótbolti

James spilaði ekki vegna veikinda

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Hermann og James með Ricardo Rocha sem hefur leikið með Portsmotuh frá 2010..
Hermann og James með Ricardo Rocha sem hefur leikið með Portsmotuh frá 2010.. Mynd/Twitter
David James gat ekki spilað með ÍBV gegn Portsmouth í kvöld þar sem hann hefur verið veikur síðustu daga.

Þetta sagði hann á Twitter-síðu sinni í kvöld þar sem hann birti einnig meðfylgjandi mynd.

Hann sagði að stemningin á Fratton Park, heimavelli Porstmouth, hafi verið frábær í kvöld en heimamenn unnu þar 2-1 sigur.

Hermann spilaði með báðum liðum í kvöld og var svo valinn maður leiksins. 6780 áhorfendur mættu á leikinn og styrktu þar með félagið sem hefur átt í miklum fjárhagsvandræðum síðustu misseri.


Tengdar fréttir

Hermanni mikið fagnað í Portsmouth

Portsmouth hafði betur gegn ÍBV, 2-1, í góðgerðarleik liðanna í Englandi í kvöld. Hermann Hreiðarsson spilaði með báðum liðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×