Fótbolti

37 milljarðar í leikvanga í Líbíu

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Flóttamenn frá Norður-Afríku leika sér í fótbolta á eyjunni Lampedusa á Ítalíu.
Flóttamenn frá Norður-Afríku leika sér í fótbolta á eyjunni Lampedusa á Ítalíu. Nordicphotos/Getty
Líbía ætlar að verja andvirði 37 milljarða íslenskra króna til byggingu knattspyrnuleikvanga. Afríkukeppnin fer fram í landinu árið 2017.

Varaforsætisráðhera Líbíu vonast til þess að fótbolti geti sameinað sundraða þjóð frá borgarstyrjöldinni árið 2011.

„Rétt eins og Nelson Mandela sameinaði Suður-Afríku viljum við nota keppnina til þess að sameina Líbíu," sagði varaforsætisráðherrann Ibrahim Elbarasi við Reuters-fréttastofuna.

Líbía átti upphaflega að halda keppnina sem fram fór í janúar en skiptist á árum við Suður-Afríka sem halda átti keppnina árið 2017.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×