Íslenski boltinn

Fimmtán ára Skagamaður til Brighton

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mynd/Heimasíða ÍA
Ragnar Már Lárusson, fimmtán ára knattspyrnumaður frá Akranesi, er á leið til enska B-deildarfélagsins Brighton & Hove Albion.

Ragnar þykir efnilegur leikmaður og hefur verið í sigtinu hjá Brighton í nokkurn tíma, eftir því sem kemur fram á heimasíðu ÍA.

Hann hefur verið að spila með 2. flokki ÍA þrátt fyrir ungan aldur og einnig verið fastamaður í U-17 liði Íslands.

Ragnar mun á næstu árum spila með unglingaliðum Brighton.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×