Íslenski boltinn

Ásgeir Börkur til Sarpsborg

Mynd/Vilhelm
Fylkismenn hafa misst miðjumanninn Ásgeir Börk Ásgeirsson til Noregs þar sem hann hefur verið lánaður til Sarpsborg 08.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Fylki en Sarpsborg á möguleika á að kaupa leikmanninn að samningstímanum loknum.

Hann er 26 ára gamall og uppalinn hjá Fylki. Hann hefur þó einnig spilað með Selfossi.

Ásgeir Börkur verður fjórði íslenski leikmaðurinn hjá Sarpsborg en fyrir voru þeir Haraldur Björnsson, Guðmundur Þórarinsson og Þórarinn Ingi Valdimarsson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×