Íslenski boltinn

Selfoss skellti Skagamönnum

Selfoss lyfti sér upp um eitt sæti í 2. riðli Lengjubikarsins er liðið vann sigur, 4-2, á ÍA í kvöld.

ÍA er sem fyrr í þriðja sæti riðilsins. Blikar, sem mæta Völsungi á morgun, eru á toppnum en Valur er í öðru sæti.

Samkvæmt urslit.net þá skoruðu þeir Svavar Berg Jóhannsson, Javier Lacalle, Ingi Rafn Ingibergsson og Andrew James Pew fyrir Selfoss.

Eggert Kári Karlsson skoraði bæði mörk Skagamanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×