Fótbolti

Torres: Ég verð áfram hjá Chelsea

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Fernando Torres ætlar ekki að gefast upp og stefnir að því að vera um kyrrt hjá Evrópumeisturum Chelsea.

Það hefur gengið á ýmsu hjá Torres síðan hann kom frá Liverpool fyrir 50 milljónir punda í janúar árið 2011. Hann skoraði þó tvívegis í 3-1 sigri Chelsea á Rubin Kazan í Evrópudeild UEFA í vikunni.

„Ég vil gera hluti sem ég var vanur að gera alla ævi - það sem ég gerði hjá Atletico Madrid og Liverpool. Ég hef ekki verið að gera þessa hluti hjá Chelsea," sagði Torres.

„Ég er að vinna í þessu. Ef ég vissi ástæðuna væri ég búinn að laga vandamálið. En eina leiðin er bara að halda áfram og reyna. Ég æfi á hverjum degi og ætla aldrei að gefast upp. Ég er ánægður hér og mér líður vel í London."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×