Fótbolti

Kolbeinn með mark og stoðsendingu í sigri Ajax

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kolbeinn Sigþórsson.
Kolbeinn Sigþórsson. Mynd/Nordic Photos/Getty
Kolbeinn Sigþórsson skoraði eitt mark og lagði upp annað þegar Ajax vann 4-0 sigur á Heracles en með sigrinum komst Ajax upp fyrir PSV og þar með aftur í toppsæti deildarinnar.

Daninn Lasse Schöne skoraði fyrsta mark leiksins á 13. mínútu eftir sendingu frá Kolbeini og Kolbeinn bætti síðan við öðru marki á 52. mínútu.

Ryan Babel kom inn á fyrir Kolbein á 63. mínútu og bætti við þriðja marki Ajax á 75. mínútu en Schöne átti þá stoðsendinguna. Christian Eriksen skoraði fjórða markið á 84. mínútu.

Þetta var annað mark Kolbeins í hollensku úrvalsdeildinni síðan að hann snéri aftur eftir meiðslin en hann skoraði einnig í 3-0 sigri á PEC Zwolle 10. mars.

Ajax er með 63 stig eða þremur meira en PSV og Vitesse sem eru í næstu sætum. PSV er samt með langbestu markatöluna af þessum þremur efstu liðum deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×