Fótbolti

Við vorum að spila gegn 50 þúsund manns

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Jose Mourinho, stjóri Real Madrid, segist ekki hafa verið taugaóstyrkur þegar að hans menn mættu Galatasaray í síðari viðureign liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld.

Madríd vann fyrri leikinn, 3-0, og komst svo yfir snemma leiks í kvöld. En Galatasaray komst í 3-1 forystu í seinni hálfleik og komst mjög nálægt því að bæta því fjórða við.

Leiknum lyktaði þó með 3-2 sigri Tyrkjanna eftir að Cristiano Ronaldo hafði skorað undir lok leiksins.

„Ég hafði engan tíma til að verða taugaóstyrkur. Á bekknum hef ég engan tíma fyrir tilfinningar. Þeir spila ekki með ellefu manns heldur með 50 þúsund og það er erfitt fyrir okkur," sagði Jose Mourinho, stjóri Real Madrid eftir leikinn.

„En við erum komnir áfram í undanúrslit og það er það eina sem skiptir máli. Ég veit ekki hverjum við mætum þá en við fáum frábært lið, svo mikið er víst. Við verðum að njóta þess að spila í undanúrslitum."

„Þetta var leikur þar sem við höfðum öllu að tapa en ekkert að vinna. Fólk taldi að við áttum öruggt sæti í undanúrslitunum og leikmenn fundu fyrir því."


Tengdar fréttir

Real áfram þrátt fyrir tap

Galatasaray lét Real Madrid hafa fyrir hlutunum í síðari viðureign liðanna í fjórðungsúrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×