Enski boltinn

Rodgers: EM yrði góð reynsla fyrir Sterling

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Nordicphotos/AFP
Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Liverpool, hefur gefið grænt ljós á að spila með U21 árs landsliði Englands á Evrópumótinu í Ísrael í sumar.

Sterling, sem á rætur að rekja til Jamaíka, spilaði sinn fyrsta landsleik fyrir aðallið Englands gegn Svíum fyrir áramót eftir frábæra frammistöðu framan af tímabilinu.

Heldur hefur hallað undan fæti hjá kantmanninum átján ára sem kom síðast við sögu sem varamaður gegn Zenit frá Pétursborg í Evrópudeildinni í febrúar.

„Ég ræddi við Stuart Pearce vegna þess að nokkrir leikmenn U21 ára landsliðsins eru hjá okkur. Ég sé ekkert athugavert við að hann spili," segir Rodgers.

„Hann hefur átt gott tímabil og það væri góð reynsla fyrir hann að fara á mótið verði hann valinn."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×