Enski boltinn

Gerrard vill vera hetja með enska landsliðinu

Steven Gerrard og hans kynslóð mun líklega fá sitt síðasta tækifæri með landsliðinu á stóra sviðinu á HM í Brasilíu. Það tækifæri á að nýta vel eftir mörg vonbrigði.

Gerrard sjálfur viðurkennir að hafa leikið undir getu á stórmótum með landsliðinu. Hann vill laga það í Brasilíu.

"Fyrir mig persónulega er það algjörlega nauðsynlegt að við komumst á HM. Þar fær maður að keppa við þá bestu og þarna fáum við líka tækifæri til þess að verða hetjur með landsliðinu. Það hef ég aldrei upplifað," sagði Gerrard.

"Mig hefur dreymt um það og við höfum verið nálægt því að vera hetjur. Mér líður ekki eins og ég hafi staðið mig vel á HM hingað til. Ég held að enginn landsliðsmaður af minni kynslóð hafi gert það."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×