Enski boltinn

Reading vill fá Poyet

Samkvæmt heimildum Sky-fréttastofunnar þá er Gus Poyet, stjóri Brighton, eftir á blaði hjá Reading sem leitar nú að nýjum stjóra.

Félagð rak Brian McDermott á dögunum og hefur ekki enn fundið arftaka hans. Brighton hefur gefið Reading leyfi til þess að ræða við Poyet.

Poyet hefur verið með Brighton síðan 2009 og á sínu fyrsta ári með liðið vann hann ensku C-deildina.

Nigel Adkins hefur einnig verið orðaður við starfið sem og Paolo di Canio.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×