Enski boltinn

Toure vill vera áfram hjá City

Forráðamenn Man. City eru ekki að hafa miklar áhyggjur af hótunum umboðsmanns Yaya Toure. Sá hefur lýst því fyrir að Toure fari frá félaginu verði ekki búið að ganga frá nýjum samningi um helgina.

Umbinn, Dimitri Seluk, segir að viðræður um nýjan samning hafi staðið yfir í hálft ár. Toure er samningsbundinn City til ársins 2015.

Umbinn hefur meðal annars látið hafa eftir sér að hann muni hefja viðræður við önnur félög eftir helgi en það er hreinlega ólöglegt.

Toure hefur verið í herbúðum félagsins síðan sumarið 2010 og vill sjálfur vera áfram hjá City.

"Auðvitað vil ég vera hérna áfram. Ég er með strákum sem elska mig og þykur vænt um mig. Venjulega hef ég bara verið í 2-3 ár hjá félagi en hérna langar mig að vera lengur," sagði Toure.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×