Enski boltinn

Liverpool óttast ekki að missa Suarez

Luis Suarez.
Luis Suarez.
Luis Suarez, framherji Liverpool, setti allt í loft upp í gær þegar hann lýsti því yfir að hann væri til í að skoða að fara frá Liverpool ef Meistaradeildarlið sýndi honum áhuga.

Ian Ayre, framkvæmdastjóri Liverpool, hefur þó litlar áhyggjur af því að missa framherjann.

"Við erum handvissir um að halda leikmanninum. Við elskum hann, hann elskar okkur og við búumst við því að hann verði hjá okkur á næstu leiktíð," sagði Ayre og bætti við að líklegast hefðu orð Suarez verið misskilin er þau voru þýdd.

Suarez var í viðtali við dagblað í Úrúgvæ og þar átti hann að hafa lýst yfir vilja sínum til þess að fara í stærra lið sem spilar í Meistaradeildinni.

Hann hefur áður verið orðaður við PSG í Frakklandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×