Enski boltinn

Lindegaard orðaður við West Ham

Anders Lindegaard.
Anders Lindegaard.
Spánverjinn David de Gea hefur gefið það út að hann ætli sér ekkert að fara frá Man. Utd næstu árin. Keppinautur hans, Anders Lindegaard, er aftur á móti líklega á förum.

Þeir börðust hatrammlega um markvarðarstöðuna framan af vetri en De Gea hefur eignað sér stöðuna eftir áramót. Þá hefur Lindegaard aðeins spilað einn leik.

"Það er ekki auðvelt fyrir mig að vera á bekknum. Sérstaklega þar sem það gengur mjög vel hjá liðinu. David hefur aftur á móti verið að standa sig mjög vel markinu. Ég vil spila eins og allir aðrir," sagði Daninn.

West Ham er á meðal þeirra félaga sem hafa sýnt Lindegaard áhuga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×