Enski boltinn

Anderson sagður vilja yfirgefa United

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Anderson gæti verið á förum frá Manchester United.
Anderson gæti verið á förum frá Manchester United. Nordic Photos/Getty
Brasilíski miðjumaðurinn Anderson vill yfirgefa Manchester United í sumar. Anderson, sem er 24 ára gamall, hefur áhyggjur af takmörkuðum leiktíma og að það geti hindrað það að hann nái að vinna sér sæti í brasilíska landsliðinu fyrir HM í Brasilíu 2014.

„Anderson er ólmur í að leika í Brasilíu 2014 og hann veit að hann þarf að spila reglulega. Sir Alex getur ekki lofað honum reglulegu byrjunarliðssæti sem hann sækist eftir," segir heimildarmaður náin Anderson.

Talið er að United sé tilbúið að hlusta á tilboð í kringum 15-20 milljónir punda. Nokkur lið í Brasilíu hafa sýnt því áhuga að fá Anderson til liðs við sig. Svo gæti þó farið að Anderson verði lánaður til Porto þar sem Anderson var keyptur árið 2007.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×