Tvær ungar stelpur brenndust við Geysi 28. mars 2013 17:37 „Íslenskir krakkar þekkja hættuna af heitu vatni en þetta fólk gerir sér ekki grein fyrir að það sé 100°C heitt vatn flæðandi meðfram gangstéttinni. Það er ekkert sem varar fólk við," segir Börkur Hrólfsson leiðsögumaður. Tvær ungar erlendar stelpur af brenndu sig í sjóðandi heitum læk á Geysissvæðinu í Haukadal um þrjúleytið í dag. Börkur segir merkingar þurfa að vera miklu stærri og áberandi á svæðinu. „Merkingar þurfa að vera miklu stærri og áberandi. Að þarna sé sjóðandi vatn, ekki bara heitt, heldur sjóðandi. Þetta slys gerðist þar sem er nýbyrjað að taka upp á því að búa til brauð og sjóða egg fyrir gesti í hverunum," segir Börkur sem reyndar var ekki sjálfur á svæðinu í dag. Kollegi hans, Hólmfríður Rán Sigvaldadóttir, var á svæðinu í dag þegar slysið varð. Aðstoðaði hún fjölskylduna og stúlkurnar tvær. Fréttastofa hefur ekki náð í Hólmfríði í dag enda er hún með hóp ferðamanna á Suðurlandi. Hún hafði þó rætt við Börk eftir að slysið átti sér stað. „Það er ekkert sem kemur í veg fyrir að lítil börn vaði út í vatnið eins og mér skilst að hafi gerst í þessu tilfelli," segir Börkur. Hann minnir á slys sem gerðist á svæðinu árið 2010 þegar tveggja ára stúlka brenndist illa. „Það hefur ekkert verið bætt síðan, hvorki viðvörunarmerkingar né annað." Börkur segir fyrir neðan allar hellur hvernig staðið sé að öryggismálum á Geysissvæðinu. Hann segir einnig eins og vanti alla viðbragðsáætlun ef slys verði á svæðinu. „Á fjölsóttasta hverasvæði Íslands þar sem verður tugi slysa á ári ætti að vera viðbragðsáætlun. Fólk þyrfti að vera þjálfað í því hvað eigi að gera," segir Börkur um starfsfólk í Haukadal. Hann efast um að rétt hafi verið staðið að málum hvað varðar tilkynningu slysa og minnir á að öll slys eigi að tilkynna til lögreglu. „Ég efast stórlega um að það hafi verið gert. Ég hugsa að fólkið sem rekur svæðið vilji helst þagga niður í svona málum. Þetta er ekki góð auglýsing," segir Börkur. Fréttastofa Vísis hafði samband við bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi síðdegis. Staðfesti starfsmaður að komið hefði verið með stelpurnar en um minniháttar bruna hafi verið að ræða, annars stiga bruna á mjög litlum hluta fóta. Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Næstlengsta þingdeila sögunnar nartar í hæla þriðja orkupakkans Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Sjá meira
„Íslenskir krakkar þekkja hættuna af heitu vatni en þetta fólk gerir sér ekki grein fyrir að það sé 100°C heitt vatn flæðandi meðfram gangstéttinni. Það er ekkert sem varar fólk við," segir Börkur Hrólfsson leiðsögumaður. Tvær ungar erlendar stelpur af brenndu sig í sjóðandi heitum læk á Geysissvæðinu í Haukadal um þrjúleytið í dag. Börkur segir merkingar þurfa að vera miklu stærri og áberandi á svæðinu. „Merkingar þurfa að vera miklu stærri og áberandi. Að þarna sé sjóðandi vatn, ekki bara heitt, heldur sjóðandi. Þetta slys gerðist þar sem er nýbyrjað að taka upp á því að búa til brauð og sjóða egg fyrir gesti í hverunum," segir Börkur sem reyndar var ekki sjálfur á svæðinu í dag. Kollegi hans, Hólmfríður Rán Sigvaldadóttir, var á svæðinu í dag þegar slysið varð. Aðstoðaði hún fjölskylduna og stúlkurnar tvær. Fréttastofa hefur ekki náð í Hólmfríði í dag enda er hún með hóp ferðamanna á Suðurlandi. Hún hafði þó rætt við Börk eftir að slysið átti sér stað. „Það er ekkert sem kemur í veg fyrir að lítil börn vaði út í vatnið eins og mér skilst að hafi gerst í þessu tilfelli," segir Börkur. Hann minnir á slys sem gerðist á svæðinu árið 2010 þegar tveggja ára stúlka brenndist illa. „Það hefur ekkert verið bætt síðan, hvorki viðvörunarmerkingar né annað." Börkur segir fyrir neðan allar hellur hvernig staðið sé að öryggismálum á Geysissvæðinu. Hann segir einnig eins og vanti alla viðbragðsáætlun ef slys verði á svæðinu. „Á fjölsóttasta hverasvæði Íslands þar sem verður tugi slysa á ári ætti að vera viðbragðsáætlun. Fólk þyrfti að vera þjálfað í því hvað eigi að gera," segir Börkur um starfsfólk í Haukadal. Hann efast um að rétt hafi verið staðið að málum hvað varðar tilkynningu slysa og minnir á að öll slys eigi að tilkynna til lögreglu. „Ég efast stórlega um að það hafi verið gert. Ég hugsa að fólkið sem rekur svæðið vilji helst þagga niður í svona málum. Þetta er ekki góð auglýsing," segir Börkur. Fréttastofa Vísis hafði samband við bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi síðdegis. Staðfesti starfsmaður að komið hefði verið með stelpurnar en um minniháttar bruna hafi verið að ræða, annars stiga bruna á mjög litlum hluta fóta.
Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Næstlengsta þingdeila sögunnar nartar í hæla þriðja orkupakkans Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Sjá meira