Innlent

Slys við Geysi: Skjót viðbrögð fyrrverandi sjúkraflutningamanns

Skjót viðbrögð fyrrverandi sjúkraflutningamanns urðu til þess að tveggja ára stúlka, sem brenndist alvarlega við Geysi í gær, fékk rétta aðhlynningu strax eftir slysið. Hún liggur nú á gjörgæsludeild Landsspítalans. Ríkið á svæðið þar sem slysið varð, en það er ekki á ábyrgð neins ráðuneytis eða stofnunar.

Stúlkan var á göngustíg með spænskum foreldrum sínum, þegar hún féll fram yfir sig út af stígnum og ofan í frárennslið frá hvernum Strokki. Foreldrarnir, ferðamenn á svæðinu og starfsfólk á Geysi brugðust skjótt við, fluttu hana inn í starfsmannahús og hringdu í næsta lækni, sem er í Laugarási. Þá var kallað eftir sjúkarabíl frá Selfossi.

Sjúkraflutningamennirnir mundu þá að fyrrverandi starfsfélagi þeirra bjó skammt frá Geysi, og svo vel vildil til að hanhn var heima og gat farið strax á vettvang. Læknirinn kom skömmu síðar og þyrla Landhelgisgæslunnar var sett í viðbragðsstöðu til að fljúga á móti sjúkrabílnum, ef á þyrfti að halda.

Stúlkan var þegar lögð inn á Slysadeild Landsspítalans og flutt þaðan á gjörgæsluldeild, þar sem hún er enn. Ekki fengust nánari fréttir af líðan hennar nú fyrir hádegið, en hún hlaut annars stigs bruna á höndum, andliti og brjósti.

Ríkið keypti á sínum tíma spildu á hverasvæðinu, þar sem slysið varð, en samkvæmt athugun Fréttastofu í morgun telur ekkert ráðuneyti eða stofnun svæðið á sinni ábyrgð og í raun virðist því engin opinber aðili hafa umsjón með svæðinu. Þá er engin neyðaráætlun til, sem sett yrði í gang við svona slys.

Merkingar og leiðbeinandi snúrur eru að ganga úr sér og vantar orðið sumstaðar. Hinsvegar er Umhverfisstofnun þessa dagana, að frumkvæði sveitarfélagsins Bláskógabyggðar, að móta hugmyndir að öryggismálum á svæðinu, en án þess að svæðið sé á forræði stofnunarinnar og án beinnar fjárveitingar til verksins.




Tengdar fréttir

Tveggja ára telpa féll í hver

Tveggja ára telpa brenndist illa þegar að hún féll ofan í heitan hver við Strokk sem er á svæði Geysis í Haukadal síðdegis í dag.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×