Slys við Geysi: Skjót viðbrögð fyrrverandi sjúkraflutningamanns 10. ágúst 2010 11:55 Skjót viðbrögð fyrrverandi sjúkraflutningamanns urðu til þess að tveggja ára stúlka, sem brenndist alvarlega við Geysi í gær, fékk rétta aðhlynningu strax eftir slysið. Hún liggur nú á gjörgæsludeild Landsspítalans. Ríkið á svæðið þar sem slysið varð, en það er ekki á ábyrgð neins ráðuneytis eða stofnunar. Stúlkan var á göngustíg með spænskum foreldrum sínum, þegar hún féll fram yfir sig út af stígnum og ofan í frárennslið frá hvernum Strokki. Foreldrarnir, ferðamenn á svæðinu og starfsfólk á Geysi brugðust skjótt við, fluttu hana inn í starfsmannahús og hringdu í næsta lækni, sem er í Laugarási. Þá var kallað eftir sjúkarabíl frá Selfossi. Sjúkraflutningamennirnir mundu þá að fyrrverandi starfsfélagi þeirra bjó skammt frá Geysi, og svo vel vildil til að hanhn var heima og gat farið strax á vettvang. Læknirinn kom skömmu síðar og þyrla Landhelgisgæslunnar var sett í viðbragðsstöðu til að fljúga á móti sjúkrabílnum, ef á þyrfti að halda. Stúlkan var þegar lögð inn á Slysadeild Landsspítalans og flutt þaðan á gjörgæsluldeild, þar sem hún er enn. Ekki fengust nánari fréttir af líðan hennar nú fyrir hádegið, en hún hlaut annars stigs bruna á höndum, andliti og brjósti. Ríkið keypti á sínum tíma spildu á hverasvæðinu, þar sem slysið varð, en samkvæmt athugun Fréttastofu í morgun telur ekkert ráðuneyti eða stofnun svæðið á sinni ábyrgð og í raun virðist því engin opinber aðili hafa umsjón með svæðinu. Þá er engin neyðaráætlun til, sem sett yrði í gang við svona slys. Merkingar og leiðbeinandi snúrur eru að ganga úr sér og vantar orðið sumstaðar. Hinsvegar er Umhverfisstofnun þessa dagana, að frumkvæði sveitarfélagsins Bláskógabyggðar, að móta hugmyndir að öryggismálum á svæðinu, en án þess að svæðið sé á forræði stofnunarinnar og án beinnar fjárveitingar til verksins. Tengdar fréttir Tveggja ára telpa féll í hver Tveggja ára telpa brenndist illa þegar að hún féll ofan í heitan hver við Strokk sem er á svæði Geysis í Haukadal síðdegis í dag. 9. ágúst 2010 20:24 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Fleiri fréttir Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Sjá meira
Skjót viðbrögð fyrrverandi sjúkraflutningamanns urðu til þess að tveggja ára stúlka, sem brenndist alvarlega við Geysi í gær, fékk rétta aðhlynningu strax eftir slysið. Hún liggur nú á gjörgæsludeild Landsspítalans. Ríkið á svæðið þar sem slysið varð, en það er ekki á ábyrgð neins ráðuneytis eða stofnunar. Stúlkan var á göngustíg með spænskum foreldrum sínum, þegar hún féll fram yfir sig út af stígnum og ofan í frárennslið frá hvernum Strokki. Foreldrarnir, ferðamenn á svæðinu og starfsfólk á Geysi brugðust skjótt við, fluttu hana inn í starfsmannahús og hringdu í næsta lækni, sem er í Laugarási. Þá var kallað eftir sjúkarabíl frá Selfossi. Sjúkraflutningamennirnir mundu þá að fyrrverandi starfsfélagi þeirra bjó skammt frá Geysi, og svo vel vildil til að hanhn var heima og gat farið strax á vettvang. Læknirinn kom skömmu síðar og þyrla Landhelgisgæslunnar var sett í viðbragðsstöðu til að fljúga á móti sjúkrabílnum, ef á þyrfti að halda. Stúlkan var þegar lögð inn á Slysadeild Landsspítalans og flutt þaðan á gjörgæsluldeild, þar sem hún er enn. Ekki fengust nánari fréttir af líðan hennar nú fyrir hádegið, en hún hlaut annars stigs bruna á höndum, andliti og brjósti. Ríkið keypti á sínum tíma spildu á hverasvæðinu, þar sem slysið varð, en samkvæmt athugun Fréttastofu í morgun telur ekkert ráðuneyti eða stofnun svæðið á sinni ábyrgð og í raun virðist því engin opinber aðili hafa umsjón með svæðinu. Þá er engin neyðaráætlun til, sem sett yrði í gang við svona slys. Merkingar og leiðbeinandi snúrur eru að ganga úr sér og vantar orðið sumstaðar. Hinsvegar er Umhverfisstofnun þessa dagana, að frumkvæði sveitarfélagsins Bláskógabyggðar, að móta hugmyndir að öryggismálum á svæðinu, en án þess að svæðið sé á forræði stofnunarinnar og án beinnar fjárveitingar til verksins.
Tengdar fréttir Tveggja ára telpa féll í hver Tveggja ára telpa brenndist illa þegar að hún féll ofan í heitan hver við Strokk sem er á svæði Geysis í Haukadal síðdegis í dag. 9. ágúst 2010 20:24 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Fleiri fréttir Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Sjá meira
Tveggja ára telpa féll í hver Tveggja ára telpa brenndist illa þegar að hún féll ofan í heitan hver við Strokk sem er á svæði Geysis í Haukadal síðdegis í dag. 9. ágúst 2010 20:24