Fótbolti

Viðvörun fyrir ensku úrvalsdeildina

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Ekkert enskt lið verður með í hattinum þegar að dregið verður í fjórðungsúrslit Meistaradeildar Evrópu á morgun.

Arsenal féll úr leik í gær þrátt fyrir 2-0 sigur á Bayern München í Þýskalandi. Arsenal tapaði fyrri leiknum, 3-1, á heimvelli og féll því úr leik á útivallamarkareglunni.

„Það er langt síðan að það gerðist síðan," sagði Arsene Wenger, stjóri Arsenal, en enskt lið hefur ávallt átt lið í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar síðan 1996.

„Aðrar deildir í Evrópu eru nú búnar að ná okkur og við verðum að hafa það í huga þegar við hugsum um framtíðina. Þetta eru mikil vonbrigði fyrir enska knattspyrnu."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×