Fótbolti

Malí að ná Brasilíu á FIFA-listanum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/NordicPhotos/Getty
Fimmfaldir heimsmeistarar Brasilíumanna eru aðeins í 18. sæti á nýjasta Styrkleikalista FIFA sem birtur var í dag en brasilíska landsliðið hefur aldrei verið jafn neðarlega á þessum lista.

Brasilíumenn eru fyrir neðan Ekvador, Sviss og Grikkland á listanum og jafnframt aðeins sex sætum á undan Malí sem hækkaði sig upp í 24. sæti listans.

Brasilíumenn halda næstu heimsmeistarakeppni og eru því ekki með í undankeppninni. Það vinnur á móti þeim að það eru ekki gefin eins mörg stig fyrir vináttuleiki og fyrir þá leiki sem skipta máli.

Allar Suður-Ameríkuþjóðirnar eru inn á topp fimmtíu en Argentínumenn eru nú í 3. sæti eða fimmtán sætum á undan nágrönnum sínum í norðri. Kólumbía, Ekvador og Úrúgvæ eru hinar Suður-Ameríkuþjóðirnar á undan Brasilíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×