Fótbolti

Sonur Bebeto á leið til Juventus

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Brasilíumaðurinn Bebeto fagnaði fæðingu sonar síns með eftirminnilegum hætti þegar hann skoraði mark í leik á HM í Bandaríkjunum árið 1994. Nú er sonurinn á leið til Juventus á Ítalíu.

Mattheus er átján ára miðvallarleikmaður sem er á mála hjá Flamengo í heimalandinu. Fagnaðartilburðir Bebeto í umræddum leik eru heimsfrægir og hafa fjölmargir nýbakaðir knattspyrnufeður endurtekið það á vellinum.

Juventus hefur lengi haft augastað á kappanum en kaupverðið er sagt vera um tvær milljónir evra. Samningur Matheus rennur út í lok þessa árs og því var félagið viljugt að selja hann nú.

Hér má sjá myndband af umræddu fagni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×