Enski boltinn

Mancini er mjög reiður

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
David Platt, aðstoðarstjóri Manchester City, segir að Roberto Mancini hafi ekki treyst sér í sjónvarpsviðtal strax eftir 2-0 tap sinna manna gegn Everton í dag.

Með tapinu eru titilvonir City nánast úr sögunni en Everton vann leikinn þrátt fyrir að hafa verið manni færri síðustu 30 mínútur leiksins.

„Roberto Mancini er mjög reiður eins og þú getur ímyndað þér. Hann er að taka stöðuna á málinu og vill ekki segja neitt sem gæti komið honum í klandur," sagði Platt en City-menn voru afar ósáttir við að fá ekki dæmda vítaspyrnu þegar að Marouane Fellaini handlék knöttinn innan teigs. City fékk hins vegar aukaspyrnu, en ekki víti.

„Hann er reiður út af öllu. Við vorum yfirspilaðir af Everton en það er enginn vafi í mínum huga um vítaspyrnuna. Hann var ekki einu sinni nálægt vítateigslínunni," sagði Platt. „Kannski hefðum við fengið meira úr leiknum ef þessi dómur hefði verið réttur."


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×