Enski boltinn

Ferdinand mun spila með landsliðinu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Alex Ferguson, stjóri Manchester United, staðfesti eftir sigur sinna manna á Reading í dag að Rio Ferdinand muni svara kalli Roy Hodgson landsliðsþjálfara. Ferguson var spurður að þessu eftir leikinn í dag og svar hans var einfalt „já".

Hodgson valdi Ferdinand í landsliðshópinn fyrir helgi í fyrsta sinn en Ferdinand spilaði síðast með landsliðinu í júní árið 2011.

Einhverjar vangaveltur voru um að Ferdinand myndi neita boði Hodgson þar sem hann hefur verið lengi í kuldanum eða þá til að fara að óskum Ferguson.

Ferdinand lagði upp sigurmark United gegn Reading í dag fyrir Wayne Rooney. „Við vitum vel að Rio getur brotist upp miðjuna eins og hann gerði. Hann gerir það ekki jafn oft og áður fyrr en hann gerði það í dag og það skilaði marki," sagði Ferguson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×