Enski boltinn

Ferguson: Megum ekki verða kærulausir

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Alex Ferguson, stjóri Manchester United, varaði við kæruleysi í sínum herbúðum þrátt fyrir að liðið hafi náð fimmtán stiga forystu á ensku úrvalsdeildinni í gær.

United vann 1-0 sigur á Reading í síðdegisleiknum í gær en fyrr um daginn höfðu Englandsmeistarar Manchester City tapað fyrir Everton, 2-0.

Þetta þýðir að United á góðan möguleika á að tryggja sér enska meistaratitilinn snemma í næsta mánuði.

„Það verður enginn meistari með því að vera kærulaus. Það verðum við ekki,“ sagði Ferguson eftir sigurinn í gær en leikurinn gegn Reading þótti heldur líflaus og leiðinlegur.

„Við höfum oftast spilað vel á tímabilinu en það er ekki frammistaðan í dag sem endurspeglar þessa fimmtán stiga forystu, heldur frammistaða okkar síðustu sex mánuðina.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×