Enski boltinn

Scott Parker ætlar út í þjálfun þegar ferlinum lýkur

Stefán Árni Pálsson skrifar
Scott Parker
Scott Parker Mynd / Getty Images
Scott Parker, leikmaður Tottenham Hotspurs, hefur áhuga á því að fara út í þjálfun þegar ferlinum líkur en þessi 32 ára miðjumaður hefur ávallt verið mikill leiðtogi inná knattspyrnuvellinum og þykir mikill karakter í knattspyrnuheiminum.

Parker hefur nú þegar hafist handa að vinna sér inn þjálfararéttindi.

„Ég tel að ég hafi mikið fram að færa í þjálfun. Maður þarf að vera snjall í því að setja leiki upp og vinna með ákveðna leikaðferð. Það er samt einnig mikilvægt að þekkja hvernig er að vera leikmaður inná vellinum."

„Ég hef unnið með frábærum stjórum sem þekkja allar leikaðferðir vel, en oft á tíðum skilja þeir ekki almennilega hvernig er að vera leikmaður inn á knattspyrnuvellinum."

„Mín reynsla ætti að nýtast vel í framtíðinni og ég hef mikinn áhuga á því að stjórna knattspyrnuliði einn daginn."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×