Fótbolti

Edda fyrirliði Chelsea í tapleik

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Edda Garðarsdóttir í leik með íslenska landsliðinu.
Edda Garðarsdóttir í leik með íslenska landsliðinu. Nordic Photos / Getty Images
Edda Garðarsdóttir og Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir léku sinn fyrsta leik fyrir Chelsea þegar að liðið tapaði fyrir Lincoln, 1-0, í ensku bikarkeppninni í dag.

Chelsea er því úr leik í bikarnum en þetta var leikur í 16-liða úrslitum keppninnar.

Edda og Ólína voru báðar í byrjunarliðinu og var Edda fyrirliði síns liðs. Þær gengu til liðs við Chelsea fyrr á þessu ári.

Katrín Ómarsdóttir var svo í byrjunarliði Liverpool sem hafði betur gegn Aston Villa, 5-0, í sömu keppni. Liverpool er því komið áfram í fjórðungsúrslitin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×