Fótbolti

Steinþór kallaður inn í landsliðið

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Steinþór Freyr í leik með íslenska landsliðinu.
Steinþór Freyr í leik með íslenska landsliðinu. Nordic Photos / Getty Images
Steinþór Freyr Þorsteinsson, leikmaður Sandnes Ulf í Noregi, hefur verið kallaður inn í íslenska landsliðshópinn fyrir leikinn gegn Slóveníu á föstudaginn.

Þetta staðfesti aðstoðarlandsliðsþjálfarinn Heimir Hallgrímsson í samtali við mbl.is í dag.

„Hann er með hæfileika sem við teljum að geti nýst okkur í leiknum gegn Slóveníu," sagði Heimir.

Það hefur þó enginn dregið sig úr íslenska landsliðshópnum, enn sem komið er. Leikurinn gegn Slóveníu er liður í undankeppni HM 2014.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×