Enski boltinn

Breytti nafninu sínu í Anfield

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Norðmaðurinn Axel Gogstad er einn af harðari stuðningsmönnum Liverpool. Fyrir níu árum ákvað hann að breyta nafni sínu til heiðurs félaginu.

Norðmaðurinn 27 ára, sem stefnir á frama í íþróttafréttamennsku, tók ákvörðunina 18 ára. Hann hefur því heitið Axel Gogstad-Anfield í um níu ár. Samkvæmt frétt Daily Mail var um skjóta ákvörðun að ræða.

„Ég hef alltaf verið stoltur af nafninu mínu. Ég taldi hins vegar enn meira stolt felast í því að bæta Anfield við og hafa því Liverpool með mér hvert sem ég fer."

Móðir Norðmannsins tók hins vegar ekkert alltof vel í nafnabreytinguna á sínum tíma. Spurði hún son sinn við kvöldmatarborðið hvað hann hefði gert í dag.

„Ég breytti nafninu mínu í Anfield," svaraði táningurinn og átti móðir hans erfitt með að trúa sínum eigin eyrum. Gogstad-Anfield segist helst verða fyrir aðkasti frá stuðningsmönnum Manchester United. Sérstaklega hristi vegabréfaeftirlitsmenn á flugvelli borgarinnar hausinn þegar Norðmaðurinn leggur leið sína þangað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×