Enski boltinn

Owen leggur skóna á hilluna

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Owen í landsleiknum gegn Argentínu á HM 1998 þar sem hann fiskaði víti og skoraði mark 18 ára gamall.
Owen í landsleiknum gegn Argentínu á HM 1998 þar sem hann fiskaði víti og skoraði mark 18 ára gamall. Nordicphotos/AFP
Michael Owen hefur tilkynnt að hann muni hætta knattspyrnuiðkun að loknu yfirstandandi keppnistímabili.

Framherjinn 33 ára spilaði 89 landsleiki fyrir hönd þjóðar sinnar og skoraði í þeim 40 mörk. Hann kom fram á sjónarsviðið hjá Liverpool 1996 þar sem hann sló í gegn. Hann skoraði 158 mörk í 297 leikjum fyrir Rauða herinn til ársins 2004 þegar hann gekk til liðs við Real Madrid.

Ferill Owen náði aldrei sömu hæðum eftir að hann yfirgaf Liverpool þrátt fyrir að hann skoraði áfram mörk reglulega. Hann var aðeins eitt tímabil hjá Real Madrid áður en Newcastle naut krafta hans frá 2005-2009. Þaðan hélt hann, í óþökk fjölmargra stuðningsmanna Liverpool, til Manchester United þar sem hann spilaði 52 leiki, skoraði 17 mörk og varð Englandsmeistari. Hann gekk til liðs við Stoke fyrir yfirstandandi tímabil og hefur skorað eitt mark í sjö leikjum.

„Ég get stoltur tilkynnt að skórnir eru á leiðinni á hilluna," segir Owen í viðtali við BBC. Owen vakti heimsathygli þegar hann skoraði stórkostlegt mark eftir mikinn einleik gegn Argentínu á HM 1998. Þá kynntist öll heimsbyggðin Michael Owen.

Owen varð Englandsmeistari auk þess að vera í sigurliði í báðum bikarkeppnunum þar í landi. Þá vann hann UEFA bikarinn árið 2001 með Liverpool og var sama ár valinn knattspyrnumaður ársins í Evrópu.

Nordicphotos/Getty



Fleiri fréttir

Sjá meira


×