Enski boltinn

Appleton lifði af tíu dögum lengur en Berg

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Appleton spilaði undir stjórn Sir Alex Ferguson hjá Manchester United líkt og Henning Berg.
Appleton spilaði undir stjórn Sir Alex Ferguson hjá Manchester United líkt og Henning Berg. Nordicphotos/AFP
Michael Appleton hefur verið sagt upp störfum sem knattspyrnustjór Blackburn Rovers. Langavitleysa heldur áfram á Ewood Park.

Appleton tók við liðinu af Henning Berg í janúar. Norðmanninum var sagt upp störfum eftir aðeins 57 daga í starfi. Starfsdagar Appleton voru tíu fleiri eða 67.

Blackburn gerði 1-1 jafntefli við Burnley í grannaslag í ensku b-deildinni um helgina. Í síðustu viku féll liðið út úr FA-bikarnum gegn Millwall.

Appleton stýrði Blackburn í 15 leikjum. Fjórir þeirra unnust en sex töpuðust. Liðið situr í 18. sæti deildarinnar, fjórum stigum frá fallsæti, en liðið hefur ekki unnið í síðustu átta leikjum.

Appleton hafði aðeins stýrt Blackpool í 65 daga þegar hann tók við liði Blackburn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×