Enski boltinn

McManaman kemst upp með ruddatæklinguna

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Callum McManaman, framherji Wigan, sleppur við refsingu hjá enska knattspyrnusambandinu þrátt fyrir ruddatæklingu sína í leik Wigan og Newcastle í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi.

McManaman fékk ekki eins sinni gult spjald fyrir mjög grófa tæklingu sína á Massadio Haidara, varnarmann Newcastle en það sést vel á sjónvarpsupptökum þegar hann fer með sólann í hné Haidara. Haidara meiddist illa og var borinn af velli.

Forráðamenn enska sambandsins segi ástæðuna fyrir þessu vera þá að þeir vilji ekki fara að "endurdæma" leiki í ensku úrvalsdeildinni.

Forráðamenn Newcastle eru mjög ósáttir með þessa niðurstöðu og telja að aganefnd enska sambandsins sé ekki að standa sig á vaktinni. Það er vel skiljanlegt enda mjög vandræðalegt fyrir dómara leiksins að hann hafi ekki rekið McManaman af velli.

Það er hægt að sjá þessa tæklingu í myndbandinu hér fyrir ofan en hún kemur eftir 40 sekúndur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×