Enski boltinn

Lampard finnur til með Ferdinand

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Frank Lampard og Rio Ferdinand fagna hér saman marki með enska landsliðinu.
Frank Lampard og Rio Ferdinand fagna hér saman marki með enska landsliðinu. Mynd/AFP
Frank Lampard hefur skilning á því af hverju Rio Ferdinand dró sig út úr enska landsliðshópnum í gær og sagði jafnframt að Rio væri enn í hópi bestu varnarmanna ensku úrvalsdeildarinnar.

Ensku blöðin fóru hamförum í morgun og lýstu málinu sem algjörum farsa og hreinni niðurlægingu fyrir Roy Hodgson, þjálfara enska landsliðsins, sem hafði valið Rio í landsliðshópinn í fyrsta sinn í tvö ár.

„Ég fann til með honum. Hann er búinn að vera í frábæru formi að undanförnu þannig að liðið er að missa sterka leikmann. Það mikilvægasta er þó að við hinir verðum með og erum staðráðnir í ná í úrslitin sem við þurfum," sagði Frank Lampard á blaðamannafundi í dag.

„Þetta er ekkert persónulegt. Þegar þú ert kominn yfir þrítugt þá þarftu að hugsa vel um þig. Rio hefur verið að glíma við meiðsli og hann veit best hvað hann þolir," sagði Lampard.

„Rio er toppleikmaður og ekki búinn því við sáum það á móti Real Madrid. Hann er eins og er einn af bestu varnarmönnunum í ensku úrvalsdeildinni," sagði Lampard.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×