Enski boltinn

Cech: Ánægður með stuðning áhorfenda

Stefán Árni Pálsson skrifar
Mynd / Getty Images
Petr Cech, markvörður Chelsea, er virkilega þakklátur fyrir þann stuðning sem liðið fékk frá stuðningsmönnum liðins þegar Chelsea vann WBA 1-0 á Stamford Bridge í gær.

„Ég er oftast það einbeittur í leikjum að ég skil ekkert hvað áhorfendur eru að syngja um eða hlusta lítið á það."

„Völlurinn var fullur og áhorfendur létu í sér heyra, þeir eru allir á okkar bandi og maður finnur fyrir því."

„Við stóðum okkur vel og allir fóru frá vellinum ánægðir, leikmenn og áhorfendur. Við biðum alltaf þolinmóðir og það hlaut að koma að því að markið myndi detta fyrir okkur."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×