Innlent

Þetta kostuðu framboðin

Illugi Gunnarsson eyddi mestu af frambjóðendum Sjálfstæðisflokksins í prófkjöri flokksins í haust, eða tæplega fimm milljónum. Árni Páll Árnason eyddi mest hjá Samfylkingunni, eða um 770 þúsund krónum.

Þetta kemur fram í gögnum sem finna má á vefsíðu ríkissendurskoðunnar.

Illugi fékk rúmlega eina milljón króna frá einstaklingum, þar af 400 þúsund krónur frá Kára Stefánssyni. Þá styrkti Bláa Lónið, Eskja hf. og HB Grandi hann um 300 þúsund krónur. Jón Gunnarsson eyddi tæplega 2,8 milljónum. Þar af voru 550 þúsund frá átta einstaklingum. Kraftvélar styrktu hann um 250 þúsund, Eskja og Hraðfrystihús Hellissands um 200 þúsund.

Sigríður Á. Andersen eyddi 1,6 milljónum króna. Tæplega milljón kom frá einstaklingum. Brim hf styrkti hana um 100 þúsund og HIBB ehf. um 300 þúsund.

Í prófkjöri Samfylkingar var Árni Páll með dýrasta framboðið, en hann eyddi um 770 þúsund krónum. Hann fékk 400 þúsund frá níu einstaklingum. Þá styrkti TK bílar hann um 150 þúsund og Bláa lónið 100 þúsund.

Katrín Júlíusdóttir eyddi 711 þúsund. Hún lagði sjálf fram tæplega 200 þúsund og fékk 470 þúsund frá sjö einstaklingum. Magnús Orri Schram eyddi 725 þúsund í framboðið sitt. Hann fékk 200 þúsund frá einum einstaklingi og Embla lögmenn styrkti hann um 400 þúsund.

Nánari upplýsingar um prófkjör Samfylkingarinnar má finna hér.

Nánari upplýsingar um prófkjör Sjálfstæðisflokksins má finna hér.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.