Innlent

Skoða undanþágur betur vegna hugmynda um fljótandi spilavíti

Fjármála- og efnahagsráðuneytið skoðar nú hvort tilefni sé til þess að skilyrði fyrir undanþágu á tollalögum verði skilgreind með skýrari hætti í tollalögum en nú er.

Eins og Vísir greindi frá í dag hafa tvö fyrirtækið leitast við að semja við íslenska ferðafyrirtækið Iceland Excursion um samstarf við að halda úti erlendum skemmtiferðaskipum við Íslandsstrendur. Þá myndu íslensk lög ekki ná yfir starfsemina um borð, hvort sem það væru fjárhættuspil eða önnur starfsemi. Þá geti Íslendingar nýtt sér skemmtiferðaskipin til þess að versla tollfrjálsan varning

Í tilkynningu frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu kemur fram að „við afgreiðslu breytingarinnar kom fram að ákvæðið væri lögfest til bráðabirgða og að fjármála- og efnahagsráðherra myndi skipa starfshóp til að gera tillögur um varanlegt fyrirkomulag skipaumferðar af þessu tagi," eins og segir í tilkynningu.

Svo segir orðrétt: „Starfshópurinn var skipaður í ágúst í fyrra, en í honum sátu fulltrúar frá fjármála- og efnahagsráðuneyti, tollstjóra og ríkisskattstjóra. Hópurinn skilaði hugmyndum að leiðum til úrbóta í október sl. Í framhaldinu hefur ráðuneytið haft til skoðunar hvort rétt sé að leggja til að skilyrði undanþágunnar verði skilgreind með skýrari hætti í tollalögum en nú er."

Þetta þýðir þá hugsanlega að hugmyndir Iceland Excursion séu að hluta til í uppnámi. Þórir Garðarson, markaðsstjóri Iceland Excursion, sagði í samtali við Vísi í dag að tækifærin væru að finna víða í þessum iðnaði. „Við sjáum tækifæri í sjóferðamennsku sem fer mjög vaxandi í heiminum," bætti hann svo við.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×