Tíska og hönnun

Svanakjólinn enn í fersku minni

Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar
Marjan Pejoski svanakjóllinn sem íslenska söngkonan Björk Guðmundsdóttir klæddist á Óskarnum árið 2001 mun seint renna fólki úr minni.

Þessi margómaði kjóll skýtur alltaf upp kollinum um þetta leiti árs, en í Óskarsverðlaunaumræðunni eru tískumiðlar og slúðursíður duglegar við að rifja upp minnistæða Óskarskjóla í gegnum tíðina. Svanakjóllinn er nær undantekningalaust sá sem fyrst er talað um í þessu samhengi.

Virtir aðilar í tískuheiminum hafa haft orð á því að kjóllinn umtalaði, sem af mörgum hefur verið talinn sá ljótasti í sögu Óskarsins, sé nú orðinn sá allra frægasti frá upphafi. Þó að Björk hafi ekki farið heim með styttuna það árið þá tókst henni svo sannarlega að láta muna eftir sér og svanakjóllinn er orðin algjör klassík í tískusögunni.

Umfjöllun um kjólinn þetta árið má meðal annars sjá hér og hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×