Hjólin byrjuðu fyrst að snúast með hjálp eiginmannsins Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 27. febrúar 2013 09:30 Kúluhálsmen Hlínar Reykdal hafa á stuttum tíma orðin gífurlega vinsæl á Íslandi og leyndust mörg slík í jólapökkum landsmanna síðustu jól. Hlín gerir hálsmenin í nánu samstarfi við eiginmann sinn og engin tvö eru eins. Hún segir hjólin fyrst hafa byrjað að snúast almennilega þegar hann kom inn í framleiðsluna. Hlín útskrifaðist sem fatahönnuður úr Listaháskóla Íslands árið 2009. Hugmyndin að hálsmenunum varð til út frá útskriftarlínu hennar og hefur sífellt verið að þróast síðan þá.Fallegt hálsmen úr nýjustu línu Hlínar. Mynd: Nanna Dís Jónsdóttir.Hver er hugmyndafræðin á bak við þessu hálsmen sem svo margir eiga? Engin tvö hálsmen er eins. Þau eru öll handgerð og allt gert frá grunni, silkið í þeim er handlitað og hver einasta perla er handmáluð, en ég blanda litina mína til að fá háréttan lit með bestu fáanlegu litunum. Hvert hálsmen er einstakt í litasamsetningu og raða ég sjálf í hvert eitt og einasta.Hvar eru hálsmenin búin til? Þau eru öll framleidd hér heima. Við erum tvö í framleiðslunni og rekstrinum, ég og maðurinn minn, og svo er ein frábær stelpa í hlutastarfi hjá okkur. Hjólin byrjuðu í raun og veru ekki að rúlla fyrr en maðurinn minn kom inn í þetta. Við vinnum frábærlega saman hjónin en hann er verkfræðingur að mennt. Það sem ég hef ekki hefur hann og öfugt. Við leggjum mikið upp úr vönduðum vinnubrögðum og nákvæmni, við elskum það sem við erum að gera og viljum gera það vel.Segðu okkur aðeins frá viðbrögðunum sem þið hafið fengið? Þau hafa verið alveg hreint frábær og kannski voru hálsmen af þessu tagi eitthvað sem vantaði á markaðinn. Þau eru falleg og litrík og poppa upp hvaða einfalda kjól sem er. Svo eigum við frábæra kúnna sem tala fallega um vöruna okkar og er það stór partur af velgengninni.Er eitthvað spennandi framundan hjá Hlín Reykdal? Já, hönnunarmars er á næsta leiti og verð ég hér og þar.Hér eru hálsmen Hlínar á Facebook.Hlinreykdal.comHlín Reykdal. Mynd: Kolfinna. HönnunarMars Mest lesið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Lykla-Pétur fauk á haf út Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Vann glæsilegan vinning í sumarbókaleik Bylgjunnar og Vísis Lífið samstarf Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið Fleiri fréttir Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira
Kúluhálsmen Hlínar Reykdal hafa á stuttum tíma orðin gífurlega vinsæl á Íslandi og leyndust mörg slík í jólapökkum landsmanna síðustu jól. Hlín gerir hálsmenin í nánu samstarfi við eiginmann sinn og engin tvö eru eins. Hún segir hjólin fyrst hafa byrjað að snúast almennilega þegar hann kom inn í framleiðsluna. Hlín útskrifaðist sem fatahönnuður úr Listaháskóla Íslands árið 2009. Hugmyndin að hálsmenunum varð til út frá útskriftarlínu hennar og hefur sífellt verið að þróast síðan þá.Fallegt hálsmen úr nýjustu línu Hlínar. Mynd: Nanna Dís Jónsdóttir.Hver er hugmyndafræðin á bak við þessu hálsmen sem svo margir eiga? Engin tvö hálsmen er eins. Þau eru öll handgerð og allt gert frá grunni, silkið í þeim er handlitað og hver einasta perla er handmáluð, en ég blanda litina mína til að fá háréttan lit með bestu fáanlegu litunum. Hvert hálsmen er einstakt í litasamsetningu og raða ég sjálf í hvert eitt og einasta.Hvar eru hálsmenin búin til? Þau eru öll framleidd hér heima. Við erum tvö í framleiðslunni og rekstrinum, ég og maðurinn minn, og svo er ein frábær stelpa í hlutastarfi hjá okkur. Hjólin byrjuðu í raun og veru ekki að rúlla fyrr en maðurinn minn kom inn í þetta. Við vinnum frábærlega saman hjónin en hann er verkfræðingur að mennt. Það sem ég hef ekki hefur hann og öfugt. Við leggjum mikið upp úr vönduðum vinnubrögðum og nákvæmni, við elskum það sem við erum að gera og viljum gera það vel.Segðu okkur aðeins frá viðbrögðunum sem þið hafið fengið? Þau hafa verið alveg hreint frábær og kannski voru hálsmen af þessu tagi eitthvað sem vantaði á markaðinn. Þau eru falleg og litrík og poppa upp hvaða einfalda kjól sem er. Svo eigum við frábæra kúnna sem tala fallega um vöruna okkar og er það stór partur af velgengninni.Er eitthvað spennandi framundan hjá Hlín Reykdal? Já, hönnunarmars er á næsta leiti og verð ég hér og þar.Hér eru hálsmen Hlínar á Facebook.Hlinreykdal.comHlín Reykdal. Mynd: Kolfinna.
HönnunarMars Mest lesið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Lykla-Pétur fauk á haf út Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Vann glæsilegan vinning í sumarbókaleik Bylgjunnar og Vísis Lífið samstarf Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið Fleiri fréttir Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira