Þetta er ekkert grín Hugrún Halldórsdóttir skrifar 10. febrúar 2013 18:45 Skurðhjúkrunarfræðingur sem hefur sagt upp störfum á Landspítalanum óttast um líf sjúklinga þar ef ekki verður hægt að koma í veg fyrir uppsagnir starfsmanna. Fjórum mannslífum var bjargað á skurðdeild Landspítalans aðfaranótt laugardags þar á meðal tveggja ára barni í andnauð og ungri þriggja barna móður sem fékk brátt og grafalvarlegt hjartaáfall. Erla Björk Birgisdóttir stóð vaktina ásamt þremur öðrum skurðhjúkrunarfræðingum en þegar heim var komið ákvað hún að skrifa bréf um atburði næturinnar og senda á fjölmiðla. „Ég var aðallega að hugsa um framtíð heilbrigðiskerfisins á Íslandi og stöðu sjúklinga eftir að stór hluti skurð- svæfinga- og gjörgæsluhjúkrunarfræðinga ásamt fleirum kemur til með að ganga út af spítalanum 1.mars," segir hún. „Eins og ég minntist á í bréfinu með þessa ungu konu sem fékk þetta hjartaáfall. Ef það hefði þurft að senda hana erlendis þá hefði hún aldrei lifað af, ég er bara alveg sannfærð um það. Og fannst það mjög erfið tilhugsun." Þú hefur áhyggjur af sjúklingum sem eiga eftir að leggjast inn á spítalann eftir þennan tíma? „Já, mjög miklar." „Með skrifunum vildi ég hrista upp í stjórnmálamönnum og fjármálaráðherra þá kannski sérstaklega. Fá þá til að vakna upp og sjá að þetta er ekkert grín," segir Erla Björk. Spítalinn hefur gefið hjúkrunarfræðingum 280 sem sagt hafa upp til miðnættis á þriðjudagskvöld til að draga uppsagnirnar sínar tilbaka en starfsmannastjóri Landspítalans hefur sagt að nokkrir hafi gert það nú þegar. Sjálf segist Erla enn ekki vita hvort að hún ætli að draga sína uppsögn til baka. „Líkurnar minnka með hverjum deginum hjá mér, það þarf allavega eitthvað miklu meira að koma til heldur en það sem okkur var boðið og úrslitakostirnir sem okkur voru settir voru bara til þess að strá salti í sárið," segir hún. „Á venjulegum mánuði ef það er rólegt að gera þá er ég að fá svona 220 til 230 þúsund í vasann. Ef það er brjálæðislega mikið að gera, svona vaktir eins og í fyrrinótt og jafnvel tvær til þrjár svoleiðis sambærilegar, þá mögulega næ ég upp í 270 þúsund í vasann á mánuði," segir hún. Og hvað finnst þér um það? „Mér finnst það bara skammarlegt, algjörlega skammarlegt eftir 6 ára háskólanám og 13 ára reynslu." Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Sjá meira
Skurðhjúkrunarfræðingur sem hefur sagt upp störfum á Landspítalanum óttast um líf sjúklinga þar ef ekki verður hægt að koma í veg fyrir uppsagnir starfsmanna. Fjórum mannslífum var bjargað á skurðdeild Landspítalans aðfaranótt laugardags þar á meðal tveggja ára barni í andnauð og ungri þriggja barna móður sem fékk brátt og grafalvarlegt hjartaáfall. Erla Björk Birgisdóttir stóð vaktina ásamt þremur öðrum skurðhjúkrunarfræðingum en þegar heim var komið ákvað hún að skrifa bréf um atburði næturinnar og senda á fjölmiðla. „Ég var aðallega að hugsa um framtíð heilbrigðiskerfisins á Íslandi og stöðu sjúklinga eftir að stór hluti skurð- svæfinga- og gjörgæsluhjúkrunarfræðinga ásamt fleirum kemur til með að ganga út af spítalanum 1.mars," segir hún. „Eins og ég minntist á í bréfinu með þessa ungu konu sem fékk þetta hjartaáfall. Ef það hefði þurft að senda hana erlendis þá hefði hún aldrei lifað af, ég er bara alveg sannfærð um það. Og fannst það mjög erfið tilhugsun." Þú hefur áhyggjur af sjúklingum sem eiga eftir að leggjast inn á spítalann eftir þennan tíma? „Já, mjög miklar." „Með skrifunum vildi ég hrista upp í stjórnmálamönnum og fjármálaráðherra þá kannski sérstaklega. Fá þá til að vakna upp og sjá að þetta er ekkert grín," segir Erla Björk. Spítalinn hefur gefið hjúkrunarfræðingum 280 sem sagt hafa upp til miðnættis á þriðjudagskvöld til að draga uppsagnirnar sínar tilbaka en starfsmannastjóri Landspítalans hefur sagt að nokkrir hafi gert það nú þegar. Sjálf segist Erla enn ekki vita hvort að hún ætli að draga sína uppsögn til baka. „Líkurnar minnka með hverjum deginum hjá mér, það þarf allavega eitthvað miklu meira að koma til heldur en það sem okkur var boðið og úrslitakostirnir sem okkur voru settir voru bara til þess að strá salti í sárið," segir hún. „Á venjulegum mánuði ef það er rólegt að gera þá er ég að fá svona 220 til 230 þúsund í vasann. Ef það er brjálæðislega mikið að gera, svona vaktir eins og í fyrrinótt og jafnvel tvær til þrjár svoleiðis sambærilegar, þá mögulega næ ég upp í 270 þúsund í vasann á mánuði," segir hún. Og hvað finnst þér um það? „Mér finnst það bara skammarlegt, algjörlega skammarlegt eftir 6 ára háskólanám og 13 ára reynslu."
Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Sjá meira