Þetta er ekkert grín Hugrún Halldórsdóttir skrifar 10. febrúar 2013 18:45 Skurðhjúkrunarfræðingur sem hefur sagt upp störfum á Landspítalanum óttast um líf sjúklinga þar ef ekki verður hægt að koma í veg fyrir uppsagnir starfsmanna. Fjórum mannslífum var bjargað á skurðdeild Landspítalans aðfaranótt laugardags þar á meðal tveggja ára barni í andnauð og ungri þriggja barna móður sem fékk brátt og grafalvarlegt hjartaáfall. Erla Björk Birgisdóttir stóð vaktina ásamt þremur öðrum skurðhjúkrunarfræðingum en þegar heim var komið ákvað hún að skrifa bréf um atburði næturinnar og senda á fjölmiðla. „Ég var aðallega að hugsa um framtíð heilbrigðiskerfisins á Íslandi og stöðu sjúklinga eftir að stór hluti skurð- svæfinga- og gjörgæsluhjúkrunarfræðinga ásamt fleirum kemur til með að ganga út af spítalanum 1.mars," segir hún. „Eins og ég minntist á í bréfinu með þessa ungu konu sem fékk þetta hjartaáfall. Ef það hefði þurft að senda hana erlendis þá hefði hún aldrei lifað af, ég er bara alveg sannfærð um það. Og fannst það mjög erfið tilhugsun." Þú hefur áhyggjur af sjúklingum sem eiga eftir að leggjast inn á spítalann eftir þennan tíma? „Já, mjög miklar." „Með skrifunum vildi ég hrista upp í stjórnmálamönnum og fjármálaráðherra þá kannski sérstaklega. Fá þá til að vakna upp og sjá að þetta er ekkert grín," segir Erla Björk. Spítalinn hefur gefið hjúkrunarfræðingum 280 sem sagt hafa upp til miðnættis á þriðjudagskvöld til að draga uppsagnirnar sínar tilbaka en starfsmannastjóri Landspítalans hefur sagt að nokkrir hafi gert það nú þegar. Sjálf segist Erla enn ekki vita hvort að hún ætli að draga sína uppsögn til baka. „Líkurnar minnka með hverjum deginum hjá mér, það þarf allavega eitthvað miklu meira að koma til heldur en það sem okkur var boðið og úrslitakostirnir sem okkur voru settir voru bara til þess að strá salti í sárið," segir hún. „Á venjulegum mánuði ef það er rólegt að gera þá er ég að fá svona 220 til 230 þúsund í vasann. Ef það er brjálæðislega mikið að gera, svona vaktir eins og í fyrrinótt og jafnvel tvær til þrjár svoleiðis sambærilegar, þá mögulega næ ég upp í 270 þúsund í vasann á mánuði," segir hún. Og hvað finnst þér um það? „Mér finnst það bara skammarlegt, algjörlega skammarlegt eftir 6 ára háskólanám og 13 ára reynslu." Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fleiri fréttir Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Sjá meira
Skurðhjúkrunarfræðingur sem hefur sagt upp störfum á Landspítalanum óttast um líf sjúklinga þar ef ekki verður hægt að koma í veg fyrir uppsagnir starfsmanna. Fjórum mannslífum var bjargað á skurðdeild Landspítalans aðfaranótt laugardags þar á meðal tveggja ára barni í andnauð og ungri þriggja barna móður sem fékk brátt og grafalvarlegt hjartaáfall. Erla Björk Birgisdóttir stóð vaktina ásamt þremur öðrum skurðhjúkrunarfræðingum en þegar heim var komið ákvað hún að skrifa bréf um atburði næturinnar og senda á fjölmiðla. „Ég var aðallega að hugsa um framtíð heilbrigðiskerfisins á Íslandi og stöðu sjúklinga eftir að stór hluti skurð- svæfinga- og gjörgæsluhjúkrunarfræðinga ásamt fleirum kemur til með að ganga út af spítalanum 1.mars," segir hún. „Eins og ég minntist á í bréfinu með þessa ungu konu sem fékk þetta hjartaáfall. Ef það hefði þurft að senda hana erlendis þá hefði hún aldrei lifað af, ég er bara alveg sannfærð um það. Og fannst það mjög erfið tilhugsun." Þú hefur áhyggjur af sjúklingum sem eiga eftir að leggjast inn á spítalann eftir þennan tíma? „Já, mjög miklar." „Með skrifunum vildi ég hrista upp í stjórnmálamönnum og fjármálaráðherra þá kannski sérstaklega. Fá þá til að vakna upp og sjá að þetta er ekkert grín," segir Erla Björk. Spítalinn hefur gefið hjúkrunarfræðingum 280 sem sagt hafa upp til miðnættis á þriðjudagskvöld til að draga uppsagnirnar sínar tilbaka en starfsmannastjóri Landspítalans hefur sagt að nokkrir hafi gert það nú þegar. Sjálf segist Erla enn ekki vita hvort að hún ætli að draga sína uppsögn til baka. „Líkurnar minnka með hverjum deginum hjá mér, það þarf allavega eitthvað miklu meira að koma til heldur en það sem okkur var boðið og úrslitakostirnir sem okkur voru settir voru bara til þess að strá salti í sárið," segir hún. „Á venjulegum mánuði ef það er rólegt að gera þá er ég að fá svona 220 til 230 þúsund í vasann. Ef það er brjálæðislega mikið að gera, svona vaktir eins og í fyrrinótt og jafnvel tvær til þrjár svoleiðis sambærilegar, þá mögulega næ ég upp í 270 þúsund í vasann á mánuði," segir hún. Og hvað finnst þér um það? „Mér finnst það bara skammarlegt, algjörlega skammarlegt eftir 6 ára háskólanám og 13 ára reynslu."
Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fleiri fréttir Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Sjá meira