Þetta er ekkert grín Hugrún Halldórsdóttir skrifar 10. febrúar 2013 18:45 Skurðhjúkrunarfræðingur sem hefur sagt upp störfum á Landspítalanum óttast um líf sjúklinga þar ef ekki verður hægt að koma í veg fyrir uppsagnir starfsmanna. Fjórum mannslífum var bjargað á skurðdeild Landspítalans aðfaranótt laugardags þar á meðal tveggja ára barni í andnauð og ungri þriggja barna móður sem fékk brátt og grafalvarlegt hjartaáfall. Erla Björk Birgisdóttir stóð vaktina ásamt þremur öðrum skurðhjúkrunarfræðingum en þegar heim var komið ákvað hún að skrifa bréf um atburði næturinnar og senda á fjölmiðla. „Ég var aðallega að hugsa um framtíð heilbrigðiskerfisins á Íslandi og stöðu sjúklinga eftir að stór hluti skurð- svæfinga- og gjörgæsluhjúkrunarfræðinga ásamt fleirum kemur til með að ganga út af spítalanum 1.mars," segir hún. „Eins og ég minntist á í bréfinu með þessa ungu konu sem fékk þetta hjartaáfall. Ef það hefði þurft að senda hana erlendis þá hefði hún aldrei lifað af, ég er bara alveg sannfærð um það. Og fannst það mjög erfið tilhugsun." Þú hefur áhyggjur af sjúklingum sem eiga eftir að leggjast inn á spítalann eftir þennan tíma? „Já, mjög miklar." „Með skrifunum vildi ég hrista upp í stjórnmálamönnum og fjármálaráðherra þá kannski sérstaklega. Fá þá til að vakna upp og sjá að þetta er ekkert grín," segir Erla Björk. Spítalinn hefur gefið hjúkrunarfræðingum 280 sem sagt hafa upp til miðnættis á þriðjudagskvöld til að draga uppsagnirnar sínar tilbaka en starfsmannastjóri Landspítalans hefur sagt að nokkrir hafi gert það nú þegar. Sjálf segist Erla enn ekki vita hvort að hún ætli að draga sína uppsögn til baka. „Líkurnar minnka með hverjum deginum hjá mér, það þarf allavega eitthvað miklu meira að koma til heldur en það sem okkur var boðið og úrslitakostirnir sem okkur voru settir voru bara til þess að strá salti í sárið," segir hún. „Á venjulegum mánuði ef það er rólegt að gera þá er ég að fá svona 220 til 230 þúsund í vasann. Ef það er brjálæðislega mikið að gera, svona vaktir eins og í fyrrinótt og jafnvel tvær til þrjár svoleiðis sambærilegar, þá mögulega næ ég upp í 270 þúsund í vasann á mánuði," segir hún. Og hvað finnst þér um það? „Mér finnst það bara skammarlegt, algjörlega skammarlegt eftir 6 ára háskólanám og 13 ára reynslu." Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Skurðhjúkrunarfræðingur sem hefur sagt upp störfum á Landspítalanum óttast um líf sjúklinga þar ef ekki verður hægt að koma í veg fyrir uppsagnir starfsmanna. Fjórum mannslífum var bjargað á skurðdeild Landspítalans aðfaranótt laugardags þar á meðal tveggja ára barni í andnauð og ungri þriggja barna móður sem fékk brátt og grafalvarlegt hjartaáfall. Erla Björk Birgisdóttir stóð vaktina ásamt þremur öðrum skurðhjúkrunarfræðingum en þegar heim var komið ákvað hún að skrifa bréf um atburði næturinnar og senda á fjölmiðla. „Ég var aðallega að hugsa um framtíð heilbrigðiskerfisins á Íslandi og stöðu sjúklinga eftir að stór hluti skurð- svæfinga- og gjörgæsluhjúkrunarfræðinga ásamt fleirum kemur til með að ganga út af spítalanum 1.mars," segir hún. „Eins og ég minntist á í bréfinu með þessa ungu konu sem fékk þetta hjartaáfall. Ef það hefði þurft að senda hana erlendis þá hefði hún aldrei lifað af, ég er bara alveg sannfærð um það. Og fannst það mjög erfið tilhugsun." Þú hefur áhyggjur af sjúklingum sem eiga eftir að leggjast inn á spítalann eftir þennan tíma? „Já, mjög miklar." „Með skrifunum vildi ég hrista upp í stjórnmálamönnum og fjármálaráðherra þá kannski sérstaklega. Fá þá til að vakna upp og sjá að þetta er ekkert grín," segir Erla Björk. Spítalinn hefur gefið hjúkrunarfræðingum 280 sem sagt hafa upp til miðnættis á þriðjudagskvöld til að draga uppsagnirnar sínar tilbaka en starfsmannastjóri Landspítalans hefur sagt að nokkrir hafi gert það nú þegar. Sjálf segist Erla enn ekki vita hvort að hún ætli að draga sína uppsögn til baka. „Líkurnar minnka með hverjum deginum hjá mér, það þarf allavega eitthvað miklu meira að koma til heldur en það sem okkur var boðið og úrslitakostirnir sem okkur voru settir voru bara til þess að strá salti í sárið," segir hún. „Á venjulegum mánuði ef það er rólegt að gera þá er ég að fá svona 220 til 230 þúsund í vasann. Ef það er brjálæðislega mikið að gera, svona vaktir eins og í fyrrinótt og jafnvel tvær til þrjár svoleiðis sambærilegar, þá mögulega næ ég upp í 270 þúsund í vasann á mánuði," segir hún. Og hvað finnst þér um það? „Mér finnst það bara skammarlegt, algjörlega skammarlegt eftir 6 ára háskólanám og 13 ára reynslu."
Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira