Enski boltinn

Manchester United græddi mun meira á seinni hluta ársins

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/Nordic Photos/Getty
Rekstur Manchester United gekk mjög vel á seinni hluta árs og félagið hefur tilkynnt um að 74 prósent meiri hagnað á síðustu sex mánuðum ársins. Skuldir United er samt áfram miklar.

Manchester United græddi 22,3 milljónir punda fyrir skatta á síðustu sex mánuðum ársins 2012 og munaði þar mestu um öfluga auglýsinga- og styrktarsamninga við fyrirtæki.

Á hlutabréfamarkaðnum hefur hver hluti í Manchester United hækkað úr 14 dollurum upp í 19 dollara sem þýðir að heildarvirði félagins er kominn yfir þrjá milljarða dollara.

Auglýsinga- og styrktarsamningar Manchester United við fyrirtæki eins og Nike og Aon skiluðu félaginu 78,6 milljónum punda frá júlí til desember og er það hækkun upp á 26,4 prósent.

Skuldir Manchester United eru enn 366,6 milljónir punda og launa- og starfsmannakostnaður hækkaði um 84,5 milljónir punda en þar munar mestu um kaup á nýjum leikmönnum og hærri launasamninga.

Það hefur því gengið mjög vel hjá Manchester United bæði innan sem utan vallar það sem af er þessu tímabili.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×