Enski boltinn

Framtíðin óráðin hjá Moyes

Hinn magnaði stjóri Everton, David Moyes, hefur ekki tekið neina ákvörðun um framtíðina og ætlar ekki að gera það fyrr en í sumar.

Núverandi samningur Moyes við félagið rennur út næsta sumar en hann er búinn að stýra liðinu í ellefu ár.

"Ég er búinn að ræða málið við stjórnarformanninn og ég vil sjá hvernig liðið stendur sig á þessari leiktíð. Það er mjög líklegt að ég taki ekki neinar ákvarðanir með framtíðina fyrr en í lok sumars. Þið getið spurt mig vikulega en fáið alltaf sama svarið," sagði Moyes.

Moyes hefur unnið frábært starf fyrir Everton þrátt fyrir þröngan kost í rekstrinum. Liðið er að keppa um sæti í Meistaradeildinni sem stendur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×