Innlent

Bíræfinn þjófnaður átti sér eðlilegar skýringar

Lögreglan á Suðurnesjum er búin að upplýsa það sem virtist í fyrstu vera óvenju bíræfinn þjófnaður.

Það snýst um að einingar í rúmlega 70 fermetra vélageymslu, sem átti að reisa við golfvöllinn á Vansleysuströnd, hurfu um helgina.

Við athugun kom í ljós að sá sem hafði útvegað klúbbnum einingarnar fyrir meira en ári, sótti þær, þar sem honum þótti sýnt að klúbburinn ætlaði ekki að koma skemmunni upp. Klúbburinn hafði ekkki greitt fyrir skemmuna og ekkert afsal hafði verið gefið fyrir henni, þannig að engu var í rauninni stolið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×