Enski boltinn

Suarez: Ég yrði geðveikur ef ég læsi það sem er skrifað um mig

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Luis Suarez.
Luis Suarez. Mynd/AP
Luis Suarez, framherji Liverpool, er ekkert að leiðinni til Pep Guardiola í Bayern München ef marka má viðtal hans við útvarpsstöð í heimalandinu Úrúgvæ.

„Við vitum öll hversu mikilvægur Guardiola er og hversu marga titla hann vann með Barcelona-liðinu. Hann hlýtur að vita eitt og annað um fótbolta," sagði Luis Suarez.

„Ef ég segi samt alveg eins og er þá passa ég mig á því að lesa ekki það sem er skrifað um mig í blöðunum. Ég yrði geðveikur á því að lesa það því það er alltaf verið að orða mig við einhver félög. Þegar það kemur formlegt tilboð í mig þá munum við setjast niður og ákveða hvað sé best í stöðunni fyrir alla," sagði Suarez.

„Ég er ánægður hér hjá Liverpool. Enska úrvalsdeildin er besta deild í heimi. Ég horfi mikið á fótbolta í mínum frítíma og er langhrifnastur af enska boltanum. Ég vil spila hér áfram," sagði Suarez sem hefur skorað 17 mörk i 23 leikjum í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×