Enski boltinn

Benitez: Átti að vera víti og rautt

Nordic Photos / Getty Images
Rafael Benitez segir að dómgæsla Howard Webb hafi reynst sínum mönnum dýrkeypt í 3-2 tapinu gegn Newcastle í dag.

Chelsea komst í 2-1 forystu en Moussa Sissoko tryggði Newcstle sigurinn með tveimur mörkum en sigurmarkið kom á lokamínútum leiksins.

Demba Ba þurfti að fara meiddur af velli í fyrri hálfleik eftir að Fabricio Collocini sparkaði í andlit hans í fyrri hálfleik.

„Eftir að ég sá atvikið aftur í sjónvarpi finnst mér að þetta hafi átt að vera víti og rautt spjald," sagði Benitez. „Við vorum með leikmann sem hafði nefbrotnað auk þess sem að honum blæddi."

„Ef þetta hefði gerst á miðjum vellinum hefði þetta verið aukaspyrna og gult spjald. En af því að þetta var í teignum átti dómarinn að dæma vítaspyrnu og gefa rautt spjald, því við vorum rændir upplögðu færi."

„Það er hægt að rífast um nokkra hluti en við spiluðum vel í þessum leik. Leikmenn eru að leggja mikið á sig og standa sig vel. Þetta er því mikil synd."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×