Enski boltinn

Rooney frábað sér vítaspyrnuskyldur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Wayne Rooney, leikmaður Manchester United, segir að hann hafi óskað þess að sleppa við að taka vítaspyrnur í leikjum liðsins.

Rooney hefur klikkað á tveimur vítaspyrnum á tímabilinu til þessa en Ryan Giggs tók víti þegar að United vann Fulham í bikarnum um síðustu helgi. Þessi sömu lið eigast við í ensku úrvalsdeildinni nú síðar í dag.

Rooney segir að Robin van Persie verði framvegis aðalvítaskytta United. „Þetta var mín ákvörðun, í hreinskilni sagt. Þetta var ekki nógu gott hjá mér," sagði Rooney við MUTV.

„Ég fór inn til stjórans og sagði honum að ég hafi rætt við Robin um þetta. Það er ekki nógu gott hjá félagi eins og þessu að skora ekki úr tveimur vítaspyrnum."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×