Enski boltinn

Ferguson: Þetta var frábær leikur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Alex Ferguson, stjóri Manchester United, segir að það hafi ekki verið auðvelt að spila gegn Fulham í dag. United vann 1-0 sigur, þökk sé marki Wayne Rooney á 78. mínútu.

„Við vorum mjög ákveðnir í dag en þetta var ekki auðvelt, því Fulham átti sína spretti. En 1-0 gefur í raun ekki rétta mynd af leiknum," sagði Ferguson.

„Við áttum þrjár marktilraunir sem höfnuðu í rammanum og þeir áttu sín færi líka. Þetta var heilt yfir frábær leikur og ótrúlegt að hann fór 1-0."

Ferguson ræddi einnig um markaskorarann Rooney. „Wayne er enn ungur og lykilatriði fyrir hann er að passa að meiðast ekki. Hann hefur meiðst nokkrum sinnum á tímabilinu. Wayne þarf að spila reglulega og þegar það gerist hefur hann stóru hlutverki að gegna."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×